Sunday, August 16, 2009

Dagur 3

Fékk yfir mig hrikalega það vill enginn elska mig tilfinningu áðan. Hugsaði mikið um Barnsfjöðrina, hann hefur sókt á mig reglulega undanfarið - ætli ég sé farin að sakna hans núna þegar hann hefur látið af geðveikinni?

Ég talaði svo heill lengi við K á facebookinu, ég veit ekki alveg hvort það ætti að flokkast undir eitthvað sem ég ætlaði að halda mig frá. Ég held ekki, ég hef engan áhuga á honum, hann veit það þó að hann vanti ekki áhugan og síðan Kynvillingurinn fór að halda til hjá honum höfum við orðið ágætis vinir - en svo er það með mig og flokka menn sem eru að reyna að komast í buxurnar hjá mér sem vini...

Ég væri alveg til í að heilsa upp á Eggert áður en ég fer að sofa, en finn það þó alveg að það verður ekki stæðsta vandamálið að sleppa því. Skrítið þar sem ég var vön að taka snúning á hverju kvöldi áður en ég ákvað að standa í þessari vitleysu að núna skuli mig langar minna en ekkert í kynlíf 0.0

No comments:

Post a Comment