Wednesday, August 19, 2009

Dagur 5

Jæja það er nú aldeilis sjálfstjórnin á þessum bæ...

Kynvillingur er á leið til útlanda í nám og við tókum dinner á þetta í gær. Ég vissi það um leið og ég lagði að stað hvað væri að fara að gerast. Og til að sýna allan minn innri styrk fyrir sjálfri mér þá hreyfði ég ekki við mótmælum þegar lagt var til að fara og fá sér öl eftir matinn og var manna fyrst til að panta hvítvínið þegar við komum á bjórbúlluna.

Ég drakk tad to much eins og venjulega... var búin að panta mér gistingu hjá K í miðbænum. en svo sendi sjómaðurinn mér skilaboð: Er kominn í land, kúr? Hann var reyndar of fullur til að sækja mig en bauðst til að borga bílinn - sannkallaður herramaður!

Þegar okkur var hent útaf bjórbúllinni þá ætlaði crewið upp gettóið að halda áfram drykkju, en þar sem til stóð hjá mér að vinna kl 8 þá ákvað ég að taka taxa heim til Sjómannsins. Eitthvað höfðu kynvillingurinn og Breddan áhyggjur af ferðum mínum og sendu því K til að fylgja mér heim til sín... Það er svo merkilegt hvað ég hef gaman af því að gera strákræfilinn spólgraðan og neita honum svo kynlíf. En það er eins og þetta eigi eitthvað að koma honum að óvart. Ég er búin að segja við hann að ég vil að við verðum bara vinir og við eyðileggjum það pottþétt með því að sofa saman.

Og svo hringdi Heiti gaurinn áðan, skemmtilegt þar sem ég var einmitt farin að undrast hvað hefði orðið um hann ;)

No comments:

Post a Comment