Wednesday, August 19, 2009

Dagur 5

Jæja það er nú aldeilis sjálfstjórnin á þessum bæ...

Kynvillingur er á leið til útlanda í nám og við tókum dinner á þetta í gær. Ég vissi það um leið og ég lagði að stað hvað væri að fara að gerast. Og til að sýna allan minn innri styrk fyrir sjálfri mér þá hreyfði ég ekki við mótmælum þegar lagt var til að fara og fá sér öl eftir matinn og var manna fyrst til að panta hvítvínið þegar við komum á bjórbúlluna.

Ég drakk tad to much eins og venjulega... var búin að panta mér gistingu hjá K í miðbænum. en svo sendi sjómaðurinn mér skilaboð: Er kominn í land, kúr? Hann var reyndar of fullur til að sækja mig en bauðst til að borga bílinn - sannkallaður herramaður!

Þegar okkur var hent útaf bjórbúllinni þá ætlaði crewið upp gettóið að halda áfram drykkju, en þar sem til stóð hjá mér að vinna kl 8 þá ákvað ég að taka taxa heim til Sjómannsins. Eitthvað höfðu kynvillingurinn og Breddan áhyggjur af ferðum mínum og sendu því K til að fylgja mér heim til sín... Það er svo merkilegt hvað ég hef gaman af því að gera strákræfilinn spólgraðan og neita honum svo kynlíf. En það er eins og þetta eigi eitthvað að koma honum að óvart. Ég er búin að segja við hann að ég vil að við verðum bara vinir og við eyðileggjum það pottþétt með því að sofa saman.

Og svo hringdi Heiti gaurinn áðan, skemmtilegt þar sem ég var einmitt farin að undrast hvað hefði orðið um hann ;)

Tuesday, August 18, 2009

Dagur 4

Arrg netlaus heima...

Sendi barnsfjöðrinni sms um hvort hann vildi borða með mér lunch, taldi mér trú um og tel mér en trú um að það séu ákveðin mál sem við þurfum að ræða og að við höfum gott af því að gera það í persónu. Köld tölvupóstsamskipti eru ekki eitthvað ég hef hugsa mér að standa í til frambúðar.

Dundaði mér svo við að vaxa á mér vinkonuna, langaði örlítið til að klappa henni þegar ég var búin, en það var ekkert sem ég gat ekki höndlað.

En allir möguleikar á daðri voru frekar litlir þar sem ekkert net er heima!

Sunday, August 16, 2009

Dagur 3

Fékk yfir mig hrikalega það vill enginn elska mig tilfinningu áðan. Hugsaði mikið um Barnsfjöðrina, hann hefur sókt á mig reglulega undanfarið - ætli ég sé farin að sakna hans núna þegar hann hefur látið af geðveikinni?

Ég talaði svo heill lengi við K á facebookinu, ég veit ekki alveg hvort það ætti að flokkast undir eitthvað sem ég ætlaði að halda mig frá. Ég held ekki, ég hef engan áhuga á honum, hann veit það þó að hann vanti ekki áhugan og síðan Kynvillingurinn fór að halda til hjá honum höfum við orðið ágætis vinir - en svo er það með mig og flokka menn sem eru að reyna að komast í buxurnar hjá mér sem vini...

Ég væri alveg til í að heilsa upp á Eggert áður en ég fer að sofa, en finn það þó alveg að það verður ekki stæðsta vandamálið að sleppa því. Skrítið þar sem ég var vön að taka snúning á hverju kvöldi áður en ég ákvað að standa í þessari vitleysu að núna skuli mig langar minna en ekkert í kynlíf 0.0

Saturday, August 15, 2009

Dagur 2

Það er laugardagskvöld og ég er heima að hengja upp gardínur?

Ég virðist ætla að standast þetta laugardagskveld með príði. Titraði aðeins í dag, tók geðklofan á þetta þar sem ég ákvað að hringja í barnapíu og hætti við á 15 mín fresti. Bjallaði svo aðeins á Kynvillingin til að taka púlsin, slík var sjálfspyntingin. Lagaðist aðeins við að heyra að villingur var hálfslappur og hótaði rólegu djammi í kveld. En djammi engu að síður...

Sit hér og hlusta á Bróðir niðri að djúsa og reyni að standast það að skrá mig inn á perra msnið..

Friday, August 14, 2009

Dagur 1

Hver byrjar í djamm og kynlífsbindindi á föstudegi? Ég er að hugsa um að fresta þessu til mánudags - það er nú einu sinni menningarnótt á morgun!

Dagurinn gekk vel, enda dagur 1. Þrátt fyrir að einhver fiðringur fari um mig þegar ég les tryllingin sem er í undirbúning á facebook.

Fékk sms áðan: "Á að kíkja út í kvöld?"
ÉG: "Nei á ætla að vera ábyrg móðir í kvöld"
Hann: "Auðvitað :) En á morgun?"
ÉG: "ég hugsa að það verði það sama, er samt ekki alveg búin að ákveða það" - ekki búin að ákveða hvað? ég ætti að vita það, ég er í bindindi ekki satt?
Hann: "Ok láttu mig vita ef þú ferð eitthvað út :)"
Ég "Auðvitað ;)" - ég er að reyna að finna ástæðu aðra en daður fyrir þessum blikk karli, en gengur eitthvað erfiðlega.

Kynning

Upp er komin sú staða að ég drekk of mikið og daðra meira en góðu hófi gegnir. Ætli ég get sleppt því að snerta veigar bakkursar í 30 daga og 30 nætur? Ætli ég geti sleppt því að finnast lífið ekki þess vert að lifa ef það er ekki einhver að daðra við mig, hvort sem er á msn, facebook, í vinnunni, í skólanum, í búðinni, á bílaverkstæðinu... bara þar sem ég stend. Og kynlífið, hvort sem er með eða án annarra - það er einnig út!

Látum mission dýrlingur byrja!